portfólíó skjáir2016-08

Um verkefnið

Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga stóðu fyrir herferð til að fá ungt fólk á kjörstað í alþingiskosningunum haustið 2016.  Samhliða kosningunum fóru fram skuggakosningar í framhaldsskólum landsins þar sem ungmennum gafst kostur á að prófa að kjósa í fyrsta skiptið.  Niðurstöðurnar voru svo gerðar opinberar eftir að kjörstaðir lokuðu og voru mjög áhugaverðar.

Við erum miklir lýðræðissinnar, svo það var okkur sannkallaður heiður að fá að vinna þennan vef með öllu þessu unga hugsjónafólki.  Við tókum þátt í mótun herferðarinnar frá byrjun, komum að konseptvinnu, hönnuðum lógó og myndskreytingar og tókum þátt í efnisskrifum.

Við erum á því að bæði vefur og herferð hafi tekist vel og vonum að skuggakosningar verði fastur liður í kringum kosningar upp frá þessu.

Verkkaupi

Hvað gerðum við?

Vefhönnun / Logo / Myndskreytingar / Textasmíð / Hugmyndavinna

Önnur verk
Loading...