portfólíó skjáir2016-04

Um verkefnið

Samand íslenskra framhaldsskólanema er rödd íslenskra ungmenna þegar að kemur að menntamálum og hagsmunum þeirra.  Þau vildu fá sér nýjan og nútímalegri vef, enda sá eldri kominn til ára sinna.  Það hafði líka staðið til lengi að koma Framhaldsskólablaðinu á rafrænt form, en hingað til hafði það bara verið til í heilu lagi á PDF og svo á pappírsformi.

Nýji vefurinn hýsir því bæði allt um SÍF og hagsmuni framhaldsskólanema, en einnig leyfir hann greinum úr Framhaldsskólablaðinu að njóta sín almennilega á veraldarvefinum.  Við teljum að það sé mikil bragarbót, enda er Framhaldsskólablaðið vel skrifað, róttækt og hugsjónamiðað og hróður þess á að berast sem víðast að okkar mati!

Það er góð og þakklát að vinna við vefsmíðar með þessu unga harðduglega fólki og þetta var í fyrsta sinn sem okkur er boðið í opnunarteiti fyrir eigin vef!  Takk fyrir samstarfið, SÍF!

Verkkaupi

Hvað gerðum við?

Vefhönnun / Fréttir

Önnur verk
Loading...