Lítil vefstofa með mikinn metnað

Fólk með frumkvæði

Allt sem þarf er frumkvæði

Til að framkvæma góðar hugmyndir þarf frumkvæði. Taka fyrsta skrefið. Stöðnun verður til vegna skorts á frumkvæði.  Frumkvæði er nauðsynlegt á vinnustöðum, í félagasamtökum og ástarsamböndum, en fyrst og fremst er það nauðsynlegt í lífi hvers einstaklings sem hefur það að markmiði að bæta sjálfan sig og heiminn í leiðinni.

Við elskum hugmyndir og framkvæmdagleðin kveikir í okkur þegar við finnum hugmyndunum farveg á veraldarvefnum.  Inga og Sindri eru hæfileikaríkt tvíeyki sem hefur starfað saman á vettvangi æskulýðsmála, stjórnmála og nú við vefsmíðar.

Sindri Snær & Inga Auðbjörg

Fólkið á bakvið tjöldin

SINDRI SNÆR

Sindri hefur verið að vefa vefi síðan 2009 er orðinn ansi lunkinn í því. Hann er í viðskiptafræðinámi og stendur að auki í massífri chili-rækt í suðurglugganum heima hjá sér. Sindri er með mikið nýjungablæti og veit fátt betra en að hljóta lof fyrir að eiga nýjustu tæknina. Sindri er trúlofaður Sigrúnu Ernu, sem er vinsælasta búðardama Vesturbæjarins.

IngaInga: Vantar þig vef?

INGA AUÐBJÖRG

Inga er kátur skáti sem óf sína fyrstu vefsíðu þegar hún var 11 ára gömul.  Hún býr í barbapabbableiku húsi, ásamt eiginmanni sínum, honum Helga og kisunum Arýu og Sönsu.  Auk þess að skapa vefi vinnur hún við að gifta pör og nefna börn, sem trúarlega hlutlaus athafnarstjóri hjá Siðmennt.  Hún er líka í MPM-námi, en hefur áður numið alls konar við Kaospilot-skólann í Rotterdam og Árósum.

Skrifstofa

Ármúli 4-6
108 Reykjavík

Sími: (+354) 847-3378 // (+354) 896-6120
Netfang: frumkvaedi@frumkvaedi.is.is

Frumkvæði, lausnir sf.
Kt. 6304130950

VSK. númer
113742

 

Viltu vinna með okkur?

Settu þig í samband og fáðu tilboð í þitt verk

Loading...